Handbolti

Arnór Ingvi tekinn af velli í hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi skoraði í fyrsta leiknum fyrir Malmö og hér fagnar hann því marki.
Arnór Ingvi skoraði í fyrsta leiknum fyrir Malmö og hér fagnar hann því marki. vísir/getty
Arnór Ingi Traustason var tekinn af velli í hálfleik er Malmö gerði 2-2 jafntefli við Sundsvall á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill og staðan var markalaus í hálfleik en Arnóri Ingva var skipt af velli í hálfleik. Lokamínúturnar voru heldur betur athyglisverðar.

Behrang Safari skoraði í eigið mark og kom Sundsvall yfir en strax í næstu sókn jafnaði Carlos Strandberg metin fyrir Malmö. Meistararnir í Malmö komust svo yfir á 84. mínútu er Alexander Jeremejeff kom þeim yfir.

Það hélt ekki lengi því einungis tveimur mínútum síðar jafnaði Maic Sema metin og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Malmö því einungis með fimm stig eftir þrjá leiki.

Óttar Magnús Karlsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar er Trelleborg tapaði 2-1 fyrir Örebro í sömu deild. Öll mörk leiksins voru skoruð áður en Óttar kom inn á en Trelleborg er með eitt stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×