Handbolti

Hvað sögðu spekingarnir um rimmur dagsins í Olís-deildinni?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Berg og Gunnar Berg voru í settinu og fóru yfir málin.
Andri Berg og Gunnar Berg voru í settinu og fóru yfir málin. vísir/skjáskot
Upphitunþáttur Seinni bylgjunnar var á dagskrá á fimmtudagskvöldið þar sem þeir rýndu í rimmurnar í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar.

Átta liða úrslitin hófust í gær en þá tók ÍBV forystuna gegn ÍR og FH er komið yfir gegn Aftureldingu en næstu leikir þessara liða eru á sunnudagskvöldið.

Í dag hefjast svo síðari tvær rimmur. Annars vegar mætast frændfélögin Valur og Haukar á Hlíðarenda en það er tvíhöfði þar í dag þar sem kvennalið liðanna mætast í oddaleik í undanúrslitunum kvennamegin.

Í hinni viðureigninni fær svo spútniklið vetrarins, Selfoss, Garðbæinga í heimsókn en Stjarnan endaði í sjöunda sætinu en vel er farið yfir báðar viðureignarnar hér að neðan.

Spekingarnar Andri Berg Haraldsson og Gunnar Berg Viktorsson voru í settinu ásamt Tómasi Þór Þórðarsyni en Seinni bylgjan verður í Vals-höllinni í dag og hefur útsendingu þaðan klukkan 15.15.

Valur-Haukar:
Selfoss-Stjarnan:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×