Körfubolti

Jakob og félagar 2-0 undir eftir tvíframlengdan spennutrylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. vísir/getty

Jakob Örn Sigurðarson átti ágætan leik fyrir Borås sem tapaði ótrúlegan hátt gegn Norrköping Dolphins, 102-100, í öðrum leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í körfubolta.

Leikur liðanna var ótrúlegur í kvöld. Eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja og eftir framlengingu númer eitt var enn jafnt. Í annari framlengingu hafði Norrköping betur með tveimur stigum og eftir 60 mínútur af körfubolta var niðurstaðan 102-100, Norrköping í vil.

Jakob skoraði þrettán stig og gaf sjö stoðsendingar en hann spilaði í rúmar 40 mínútur af þeim sextíu sem spilaðar voru í kvöld.

Norrköping er því komið í 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til þess að komast í úrslitaleikinn. Næst mætast liðin á þriðjudagskvöldið en þá er leikið í Norrköping.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.