Myrti fólk vegna þessa að Trudeau bauð flóttamenn velkomna Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:14 Trudeau á útifundi til minningar um fórnarlömb byssumannsins í fyrra. Vísir/AFP Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16