Innlent

Loftárásir, fjármálaáætlun, spilling og EES samningurinn í Víglínunni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Samsett mynd
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20 þar sem m.a. verður rætt um loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á valin skotmörk í Sýrlandi í nótt, fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem rædd var á Alþingi í vikunni og nýútkomna skýrslu GRECO samtaka ríkja gegn spillingu þar sem tengsl lögreglu og Sjálfstæðisflokksins eru meðal annars gagnrýnd.

Alþingi samþykkti í vikunni tillögum frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um að utanríkisráðherra skili skýrslu innan tíu vikna um kosti og galla samningsins um evrópska efnahagssvæðið sem Íslendingar hafa verið aðilar að frá árinu 1994.

Spurningin er hvort Brexit heilkennið liggi þarna að baki og þar með skref til að berjast fyrir útgöngu Íslands úr samningnum eða einlægur áhugi á að meta hvernig samningurinn hefur gagnast Íslendingum á þeim 2 árum sem liðin eru frá gildistöku samningsins.

Til að ræða þessi mál koma þau Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í Víglínuna, en Ólafur er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×