Fótbolti

Lið Ólafs Inga tapaði níunda leiknum í röð

Einar Sigurvinsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Vísir/Sigurjón
Ólafi Inga Skúlasyni og félögum í Karabukspor tókst ekki að binda enda á taphrinu sína í tyrknesku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Kasimpasa í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Kasimpasa. Ólafur Ingi lék allan leikinn í liði Karabukspor.

Leikurinn var tíðindalítill framan af og var staðan jöfn í hálfleik, 0-0. Kasimpasa náði síðan í seinni hálfleik að sína hvers vegna þeir eru með þrisvar sinnum fleiri stig Karabukspor í deildinni og skoraði liðið tvö mörk. Mörkin skoruðu þeir Trezeguet og Bernard Mensah.

Lítið hefur gengið upp hjá Karabukspor á tímabilinu og var leikurinn í dag níundu tapleikur liðsins í röð. Þar af tapaði liðið 5-0 fyrir Besiktas og 7-0 fyrir Galatasaray.

Ólafur Ingi hefur spilað 18 leiki fyrir tyrkneska liðið á tímabilinu og skorað eitt mark.

Karabukspor situr í 18. og neðsta sæti deildarinnar með 12 stig, 16 stigum á eftir Osmanlispor FK í 17. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×