Innlent

Segist hafa verið rændur af tveimur mönnum með skrúfjárni

Kjartan Kjartansson skrifar
Fórnarlamb ránsins mætti á lögreglustöðina í Hafnfarfirði kl. 8 í morgun.
Fórnarlamb ránsins mætti á lögreglustöðina í Hafnfarfirði kl. 8 í morgun. Vísir/Vilhelm
Tveir menn eru sagðir hafa hótað þeim þriðja með skrúfjárni og rænt hann síma og veski í Hafnarfirði snemma í morgun. Sá sem segist hafa verið fórnarlamb ránsins segir mennina tvo hafa lagt skrúfjárnið að hálsi sér til að fá hann til að gefa þeim lykilorð símans og debetkorts.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi mætt á lögreglustöðina í Hafnarfirði klukkan átta í morgun. Ránið hafi átt sér stað um klukkan sex í morgun.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir við Vísi að maðurinn hafi verið bólginn í andliti þegar hann kom á lögreglustöðina. Málið sé í rannsókn, þar á meðal hvar ránið eigi að hafa átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×