Fótbolti

Rúrik og félagar loksins með sigur

Einar Sigurvinsson skrifar
Rúrik er lykilmaður í liði Sandhausen.
Rúrik er lykilmaður í liði Sandhausen. Vísir/Getty
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen þegar liðið hafði betur gegn Duisburg í þýsku 1. deildinni í dag. Leikurinn fór fram í Duisburg og lauk með 2-0 sigri Sandhausen.

Philipp Förster skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Það var síðan Stefan Kulovits sem innsiglaði sigur Sandhausen í blálok leiksins.

Rúrik var tekinn af velli á 81. mínútu en hann lék í stöðu sóknarmanns í leiknum. Hann virðist vera búinn að festa sig í sessi sem fremsti maður liðsins en þetta var fimmti leikur hans í röð í stöðunni. Rúrik hefur flakkað mikið um völlinn á tímabilinu en auk þess að spila sem sóknarmaður hefur hann leikið í stöðu hægri bakvarðar, vinstri kantmanns og á miðjunni.

Fyrir leikinn hafði Sanhausen ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í deildinni, en liðið situr sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 41 stig. Rúrik hefur leikið alla 11 leiki Sandhausen síðan hann kom til liðsins í janúar og skorað þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×