Körfubolti

Antonio Hester klár í úrslitin með Tindastól

Einar Sigurvinsson skrifar
Antonio Hester.
Antonio Hester. Vísir/Anton

Antonio Hester er ekki illa meiddur á ökkla og mun geta leikið með Tindastól í úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Hester þurfti að fara af velli í leik Tindastóls gegn ÍR í gær eftir að hafa lent illa á ökklanum.

Þetta staðfesti Hester við Auðun Blöndal, stuðningsmann Tindastóls á Twitter í dag.„Ökklin er í lagi, bara bólginn, ekkert alvarlegt. Ég verð klár í úrslitin,“ sagði Hester.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Tindastól en Hester er einn af lykilmönnum liðsins. Tindastóll mun annað hvort mæta KR eða Haukum í úrslitum, en KR-ingar geta tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri á Haukum í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.