Fótbolti

Emil spilaði síðustu 15 mínúturnar í níunda tapleik Udinese í röð

Einar Sigurvinsson skrifar
Emil í leik með Udinese
Emil í leik með Udinese Mynd/Getty
Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese töpuðu sínum níunda leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni gegn Cagliari í dag. Leikurinn fór fram Cagliari og lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Eftir aðeins tíu mínútna leik komst Udinese 1-0 yfir með marki frá Kevin Lasagna. Skömmu síðar náði Leonardo Pavoletti að jafna metið fyrir heimamenn og var staðan jöfn, 1-1, í hálfleik.

Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andrija Balic á 75. mínútu en með hans hjálp náði Udinese þó ekki að verja stigið. Á 84. mínútu skoraði Luca Ceppitelli fyrir

Cagliari eftir sendingu frá Andrea Cossu og kom heimamönnum í 2-1.

Eftir ágætis byrjun í deildinni hefur gengi Udinese verið afleitt, en síðasta stig liðsins kom í 1-1 jafnteflisleik gegn AC Milan í byrjun febrúar. Cagliari fer með sigrinum í 14. sæti deildarinnar með 32 stig, liðið er því aðeins einu stigi frá Udinese sem situr í 13. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×