Enski boltinn

Man. Utd og Arsenal í eldlínunni | Upphitun fyrir leiki dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar

Arsenal og Manchester United eru bæði í eldlínunni í enska úrvalsdeildinni í dag en bæði gera kröfu á það að ná í þrjú stig úr leikjum liðanna í dag.

Arsenal sækir Newcastle heim en Arsenal er í sjötta sætinu sem stendur, þrettán stigum frá Meistaradeildarsæti svo það er fjarlægur draumur. Newcastle er í tíunda sætinu.

Skytturnar geta þó enn komist í Meistaradeildina en sigri þeir Evrópudeildina fara þeir í Meistaradeildina en Arsenal mætir Atletico Madrid í undanúrslitunum.

Man. Utd fær WBA í heimsókn. WBA hefur leikið skelfilega á leiktíðinni; er í neðsta sæti deildarinnar og er ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni. United er í öðru sætinu.

Upphitun fyrir leikina má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni en báðir leikir dagsins verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikir dagsins:
12.30 Newcastle - Arsenal
15.00 Man. Utd - WBAAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.