Handbolti

Tandri og félagar í góðri stöðu eftir sigur á Tvis Holstebro

Einar Sigurvinsson skrifar
Tandri er að gera góða hluti í Danmörku.
Tandri er að gera góða hluti í Danmörku. vísir/anton
Deildarmeistararnir í Skjern, lið Tandra Más Kon­ráðssonar hafði betur gegn Tvis Holstebro í úr­slita­keppn­inni um danska meist­ara­titil­inn í dag. Leiknum lauk með fimm marka sigri Skjern 35-30. Vignir Svavarsson leikur með Tvis Holstebro og skoraði þrjú mörk í jafn mörgum skotum en Tandri komst ekki á blað í leiknum.

Skjern var með yfirhöndina allan leikinn en Emil Nielsen átti stórleik í marki liðsins. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 13-5 fyrir Skjern og Emil búinn að verja 80 prósent allra skota sem á hann komu.

Staðan í hálfleik var 17-9 fyrir Skjern en gestirnir í Holstebro komu töluvert sterkari inn í síðari hálfleikinn. Þegar átta mínur voru til leiksloka munaði aðeins einu marki á liðinum, 28-27.

Eftir sigurinn er Skjern í vænlegri stöðu en liðið er situr á toppi umspilsriðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Liðið tók með sér tvö stig í riðilinn fyrir góðan árangur í deildarkeppninni, sem Skjern vann.

Tvö efstu liðin í riðlinum fara í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en Tvis Holstebro situr sem stendur í 2. sæti riðilsins með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×