Handbolti

Aron og Janus höfðu betur í íslenskum spennutrylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron þungt hugsi.
Aron þungt hugsi. vísir/getty
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Álaborg unnu eins marks sigur, 28-27, á Århus í spennutrylli í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn.

Árósarliðið var með undirtökin í fyrri hálfleik og eftir fyrri hálfleikinn var Århus með þriggja marka forystu, 15-12.

Í síðari hálfleik var mikil dramatík. Liðin skiptust á að skora og það var svo Patrick Wiesmach sem skoraði sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok eftir stoðsendingu Janusar Daða Smárasonar.  Lokatölur 28-27.

Janus skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar en Álaborg er með þrjú stig í riðlinum. Århus er með eitt stig en efstu tvö liðin fara í undanúrslitin.

Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Árósarliðið og þeir Sigvaldi Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×