Handbolti

Stoðsending og mark frá Samúel Kára í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári átti góðan leik í kvöld.
Samúel Kári átti góðan leik í kvöld. vísir/getty
Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum er Vålerenga burstaði Start, 6-1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir Kristján Flóka Finnbogason og félaga í Start en strax eftir fimm mínútur var Simon Andreas Larsen var rekinn af velli og Start því einum færri.

Upp úr aukaspyrnunni skoraði Ddaniel Fredheim Holm og á 25. mínútu tvöfaldaði Sam Johnson forystuna áður en Tobias Christensen klóraði í bakkann fjórum mínútum síðar. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Baard Finne kom Vålerenga í 3-1 á 53. mínútu og tveim mínútum síðar skoraði Sam Johnson annað mark sitt og fjórða mark Vålerenga eftir undirbúning Samúels Kára.

Keflvíkingurinn skoraði svo fimmta mark Vålerenga á 66. mínútunni og fjórum mínútum síðar skoraði Jonatan Tollaas Nation sjötta mark Vålerenga. Stórsigur þeirra, 6-1.

Samúel Kári spilaði fyrstu sjötíu mínúturnar fyrir Vålerenga og Kristján Flóki spilaði allan leikinn fyrir start. Aron Sigurðarson var ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×