Handbolti

Fjögur mörk frá Ólafi og Kristianstad í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk í dag.
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk í dag. vísir/getty

Sænsku meistararnir í Kristianstad er komið í undanúrslit eftir 26-23 sigur í fjórða leik liðsins gegn Eskilstuna GUIF en leikið var í Eskilstuna í dag.

Kristianstad var sterkari nær allan leikinn. Þeir leiddu 14-10 í hálfleik og bættu bara í ef eitthvað var í síðari hálfleik. Þeir unnu þó bara að lokum þriggja marka sigur, 26-23.

Ólafur Andrés Guðmundsson átti góðan leik fyrir Kristianstad og skoraði fjögur mörk. Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.