Íslenski boltinn

Stjörnuprýtt lið Ármanns úr leik í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tommy Nielsen var meðal leikmanna í stjörnuprýddu liði Ármanns.
Tommy Nielsen var meðal leikmanna í stjörnuprýddu liði Ármanns. vísir/vísir
Ármann mætti með stjörnuprýtt lið til leiks í Mjólkurbikarnum í dag er liðið mætti Fram í Safamýrinni. Það dugði ekki til því Inkasso-deildarlið Fram vann 6-0 sigur.

Það var gömul keppna í nánast hverri einustu stöðu hjá Ármanni sem hafði safnað góðu liði fyrir bikarinn þetta árið. Meðal goðsagna í liði Ármanns voru Bjarki Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónsson og fleiri góðir.

Þeir máttu þó ekki við margnum gegn Inkasso-deildarliði Fram en Fram skoraði þrjú í sitthvorum hálfeiknum. Athygli vakti munurinn á meðalaldri liðanna. Meðalaldur leikmannahóps Fram var 17,5 ár en hjá Ármanni var hann 42,2 ár.

Fram er því komið áfram í bikarnum en fleiri úrslit úr Mjólkurbikarnum má sjá hér. Hér má svo skoða hvaða frábæru leikmenn spiluðu með stjörnuprýddu liði Ármanni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×