Enski boltinn

Klopp veit ekkert um meiðsli Lovren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í dag. Hann veit lítið um meiðsli Lovren.
Klopp á hliðarlínunni í dag. Hann veit lítið um meiðsli Lovren. vísir/afp

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til þess að meiðsli Dejan Lovren, varnarmanns Liverpool, séu ekki alvarleg en Lovren fór af velli meiddur í leiknum gegn Bournemouth í gær.

„Ég sá ekki höggið. Ég myndi elska að ef þetta væri bara höggið en ef þetta er útaf álagið, rifa eða hvað sem er, ég hef enga hugmynd,” sagði Klopp í leikslok.

„Hann fann eitthvað til en ég talaði ekki við hann eftir þetta. Ég sá bara að hann var að haltra svo ég skipti honum útaf. Við áttum miðvörð á bekknum. Vonandi er þetta ekki alvarlegt en ég get ekki sagt meira um það.”

Lovren hefur verið að spila afar vel í vörn Liverpool á tímabilinu, sér í lagi eftir komu Virgil Van Djiik í Liverpool-vörnina, en hann hefur spilað 36 leiki á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.