Erlent

Farþegi ógnaði áhafnarmeðlimum með fjaðurpenna

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin þurfti að lenda rúmum klukkutíma eftir flugtak vegna atviksins.
Flugvélin þurfti að lenda rúmum klukkutíma eftir flugtak vegna atviksins. Vísir/Getty
Flugvél Air China á leið til Beijing þurfti óvænt að lenda í borginni Zhengzhou eftir að farþegi ógnaði áhafnarmeðlimum með fjaðurpenna. 

Farþegi um borð í vélinni segist hafa vaknað við öskur framarlega í flugvélinni, en í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að farþeginn hafi notað pennann til þess að króa flugfreyjuna af. Enginn slaðaðist um borð en af öryggisástæðum var ákveðið að lenda vélinni rúmum klukkutíma eftir flugtak.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Kína, sem fara með rannsókn málsins, er maðurinn á fimmtudagsaldri og hefur átt við geðræn vandamál að stríða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×