Handbolti

Bjarki Már skoraði fjögur mörk í sigri Füchse Berlin

Einar Sigurvinsson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/getty
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk þegar Füchse Berlin vann öruggan sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir sigurinn situr Füchse Berlin í 3. sæti með 43 stig.

Botnlið Ludwigshafen lét lærisveina Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel hafa fyrir hlutunum þegar liðin mættust í dag. Leiknum leik með fjögurra marka sigri Kiel, 21-25, en Kiel var með átta marka forystu í hálfleik. Kiel er í 6. sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð.

Flensburg var ekki í vandræðum með Gummersbach og vann öruggan 12 marka sigur, 34-22. Flensburg er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Bjarka Má og félögum í Füchse Berlin. Lítið hefur gengið upp hjá liði Gummersbach á tímabilinu. Þeir sitja í 15. sæti deildarinnar en tapið í dag var það fjórða í röð hjá liðinu.

Einum leik er enn ólokið í þýsku úrvaldsdeildinni í dag en þá mætir Hüttenberg, lið Ragnars Jóhannssonar, Melsungen.

Úrslit dagsins:

Füchse Berlin - Göppingen  33-19

Flensburg - Gummersbach  34-22

Ludwigshafen - Kiel  21-25

Leipzig - Minden  20-17




Fleiri fréttir

Sjá meira


×