Innlent

Nagladekkin eiga að fara undan í dag

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ekki er leyfilegt að aka á nagladekkjum frá 15. apríl ti 1. nóvember.
Ekki er leyfilegt að aka á nagladekkjum frá 15. apríl ti 1. nóvember. Vísir/Anton Brink
Ekki er lengur leyfilegt að aka um á nagladekkjum í Reykavík frá og með morgundeginum. Alls voru 45% bíla í borginni á nagladekkjum í mars samkvæmt tölum Heibrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar.

Samgöngur eru helsta uppspretta loftmengunar í Reykjavík og hafa nagladekk þar sitt að segja. Hlutfall ökutækja á negldum dekkjum reyndist vera 45 prósent í marsmánuði en 55% voru án nagla. Er því varað við önnum á hjólbarðaverkstæðum næstu daga. ​

Í tilkynningu á síðu heilbrigðiseftirlitsins segir að neikvæð áhrif svifryks í andrúmlofti á heilsu manna séu staðreynd og að svifryk hafi farið ellefu sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörk í Reykjavík samkvæmt mælistöðinni við Grensásveg. Því sé almennt mælt með að ökumenn noti vetrardekk í stað nagladekkja og eru hið minnsta hvattir til að skipta yfir í sumardekk hið fyrsta. 

Ekki er leyfilegt að aka á nagladekkjum í borginni frá 15. apríl til 1. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×