Handbolti

Ragnar Jóhannsson markahæstur í kærkomnum sigri Hüttenberg

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands. Vísir/Vilhelm

Ragnar Jóhannsson spilaði vel í liði Hüttenberg sem hafði betur gegn Melsungen í þýsku úrvaldsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur voru 26-28 fyrir Hüttenberg. Ragnar var markahæsti maður vallarins með níu mörk en auk þess gaf hann tvær stoðsendingar í leiknum.

Leikurinn var hnífjafn stærstan hluta leiksins en það var ekki fyrr en undir lokin sem Hüttenberg náði þriggja marka forystu í fyrsta sinn. Staðan í hálfleik var jöfn 11-11.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Hüttenberg sem er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Liðin er nú í 17. sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörk og Lübbecke í 16. sætinu. Hüttenberg hafði ekki unnið í síðustu 11 leikjum sínum.

Melsungen situr í 7. sæti deildarinnar deildarinnar með 33 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.