Ragnar Jóhannsson markahæstur í kærkomnum sigri Hüttenberg

Ragnar Jóhannsson spilaði vel í liði Hüttenberg sem hafði betur gegn Melsungen í þýsku úrvaldsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur voru 26-28 fyrir Hüttenberg. Ragnar var markahæsti maður vallarins með níu mörk en auk þess gaf hann tvær stoðsendingar í leiknum.
Leikurinn var hnífjafn stærstan hluta leiksins en það var ekki fyrr en undir lokin sem Hüttenberg náði þriggja marka forystu í fyrsta sinn. Staðan í hálfleik var jöfn 11-11.
Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Hüttenberg sem er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Liðin er nú í 17. sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörk og Lübbecke í 16. sætinu. Hüttenberg hafði ekki unnið í síðustu 11 leikjum sínum.
Melsungen situr í 7. sæti deildarinnar deildarinnar með 33 stig.