Fótbolti

PSG meistari eftir að hafa skorað sjö mörk á meistarana frá því í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn PSG fagna einu af sjö mörkum liðsins í kvöld.
Leikmenn PSG fagna einu af sjö mörkum liðsins í kvöld. vísir/afp
Paris Saint Germain er franskur meistari eftir að liðið burstaði Mónakó, 6-1, í leik liðanna á Parc des Princes í kvöld en Mónakó var eina liðið, fyrir leikinn í kvöld, sem hefði getað náð PSG.

Veislan hófst strax á fjórtándu mínútu er miðjumaðurinn Giovani Lo Celso kom PSG yfir. Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Edinson Cavani forystuna og á 20. mínútu var staðan orðinn 3-0 með marki Angel Di Maria.

Heimamenn voru ekki hættir fyrir hlé. Giovani skoraði annað mark sitt og fjórða mark PSG á 28. mínútu áður en Rony Lopes náði að klóra í bakkann fyrir Mónakó á 38. mínútu. 4-1 í hálfleik og leik nánast lokið.

Angel Di Maria bætti við marki í síðari hálfleik áður en niðurlægingin var fullkomnuð er framherjinn Radamel Falcao skoraði í eigið net. Heimamenn voru þó ekki hættir en Julian Draxler skoraði sjöunda mark PSG á 86. mínútu. Sjö mörk gegn meisturunum frá því á síðustu leiktíð!

PSG er því orðið meistari en liðið er með 87 stig er fimm leikir eru eftir. Mónakó er í öðru sætinu með 70 stig en PSG er því búið að franska meistaratitilinn til baka en Mónakó vann hann á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×