Enski boltinn

Liðin sem eru í öðru sæti á eftir City á hinum ýmsu tölfræðilistum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Kompany fagnar marki.
Vincent Kompany fagnar marki. Vísir/Getty
Manchester City var enskur meistari í gær eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Tottenham á laugardaginn og fengið góða hjálp frá West Bromwich Albion í gær.

City-liðið er með sextán stiga forystu á Manchester United og náði að tryggja sér enska titilinn þegar fimm umferðir eru eftir.

Manchester City liðið hefur verið með mikla yfirburði á þessu tímabili og gerir City-liðið sig líklegt til að setja allskonar met ef það er ekki búið að því nú þegar.

City-liðið náði þó ekki meti Manchester United yfir að vera fljótastir að tryggja sér titilinn. United náði að landa titlinum árið 2001 einum degi fyrr eða 14. apríl 2001.

Ekkert lið hefur þó unnið hann fyrr en þegar fimm leikir eru eftir. City jafnaði það met sem eiga líka liða Manchester United frá 1907-08 og 2000-01 og lið Everton frá 1984-85.

BBC tók saman hina ýmsu tölfræðiþætti þar sem Manchester City ber af emaðl annarra liða ensku úrvalsdeildarinnar. Þar er oft athyglisvert að sjá hvaða lið er í öðru sæti.

Manchester City á toppnum í tölfræðinni (Liðið í öðru sæti)

Flest mörk skoruð: 93 (Liverpool, 78)

Fæst mörk á sig: 25 (Manchester United, 26)

Flestir heimasigrar: 14 (Arsenal/Manchester United, 13)

Flestir útisigrar: 14 (Tottenham, 10)

Flest skot á mark: 234 (Liverpool, 212)

Flest skot reynd: 447 (Liverpool, 419)

Flest sköpuð færi: 441 (Liverpool, 440)

Flestar sendingar: 24.193 (Arsenal, 20.798)

Flestar snertingar: 30.214 (Arsenal, 26.977)

Hæsta hlutfall heppnaðra sendinga: 88,76% (Chelsea, 84,28%)

Hæsta hlutfall tíma með boltann: 71,22% (Arsenal, 62,43%)

Flestar heppnaðar sendingar: 21.473 (Arsenal, 17.520)

Mörk úr dauðafærum: 60 (Liverpool, 45)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×