Körfubolti

Tryggvi Snær reynir að komast í NBA-deildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Bára
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji í körfubolta, ætlar að gefa kost á sér í nýliðavali NBA-deildinna fyrir næstu leiktíð og þannig reyna að komast að í bestu körfuboltadeild heims.

ESPN segist hafa heimildir fyrir þessu en Tryggvi, sem er 21 árs gamall, spilar með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur vakið mikla athygli að undanförnu, sérstaklega Evrópumótinu á síðasta ári.

Tryggvi skoraði 16 stig að meðaltali í leik og tók tæp tólf fráköst með U20 ára landsliðinu á EM síðasta sumar þar sem hann fékk mikla umfjöllun og hafa stórlið fylgst með honum allar götur síðan.

Tryggvi gæti, ef allt gengur að óskum, orðið annar Íslendingurinn sem spilar í NBA-deildinni en Pétur Guðmundsson lék á níunda áratug síðustu aldar með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×