Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 17:18 Enn einn blaðamaður deyr í Rússlandi. nordicphotos/AFP Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013. Erlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013.
Erlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira