Enski boltinn

Braust inn í eigið hús til að sækja fótboltaskóna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ryan Sessegnon er einn efnilegasti leikmaður Englands.
Ryan Sessegnon er einn efnilegasti leikmaður Englands. vísir/getty
Ryan Sessegnon er nýjasta ungstirnið í fótboltaheiminum og var meðal annars nefndur leikmaður tímabilsins í ensku 1. deildinni, á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður.

Sessegnon var aðeins fimmtán ára þegar honum var boðið að taka þátt í æfingu með aðal liði Fulham, en hann var í akademíu félagsins.

Framkvæmdastjóri akademíunnar, Huw Jennings, þurfti að sækja Sessegnon í skólann og keyra hann á æfinguna. Þeir þurftu að koma við á einum stað á leiðinni, Sessegnon þurfti að brjótast inn heima hjá sér og sækja takkaskóna sína.

Sessegnon má þakka fyrir að hafa ákveðið að brjótast inn til þess að ná í skóna því hann hefur átt frábært tímabil með Fulham í vetur. Hinn 17 ára Sessegnon hefur byrjað í 42 leikjum fyrir Fulham og skorað í þeim 14 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Þá hefur hann búið til 51 marktækifæri.

Mörg af stærstu liðum heims eru sögð hafa áhuga á Englendingnum unga, lið eins og Manchester United, Liverpool, Real Madrid og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×