Erlent

Brimbrettamóti aflýst vegna hákarlaárása

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brimbrettakappi slasaðist alvarlega á fæti í fyrri hákarlaárásinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Brimbrettakappi slasaðist alvarlega á fæti í fyrri hákarlaárásinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Stóru brimbrettamóti í Ástralíu hefur verið aflýst eftir að hákarlar réðust á tvo brimbrettakappa í grennd við mótið. Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Um var að ræða tvö atvik en þau áttu sér bæði stað á mánudag. Brimbrettakappi slasaðist alvarlega á fæti í fyrri hákarlaárásinni en þolandinn í seinni árásinni, einnig brimbrettakappi, hlaut aðeins smávægilegt bit á læri.

Hákarlarnir réðust báðir til atlögu í um sex kílómetra fjarlægð frá Margaret River Pro-brimbrettamótinu. Hvorugur þolendanna var keppandi á mótinu.

Skipuleggjendur mótsins töldu aðstæður of hættulegar í kjölfar árásanna og því var ákveðið að aflýsa keppni. Keppendur á mótinu höfðu margir lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu áður en keppninni var slaufað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×