Innlent

Bein útsending: Hugarheimur raðmorðingja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dr. Ann Burgess, fyrirmynd dr. Carr úr Mindhunter, mun halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Dr. Ann Burgess, fyrirmynd dr. Carr úr Mindhunter, mun halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Þættirnir Mindhunter á Netflix fjalla um rannsóknir atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna byggja á raunverulegum persónum. Hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen Wolbert Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni. 

Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík í dag. Fyrirlestur fyrir fagaðila hefst kl. 14 og fyrir almenning kl. 17. Streymi verður frá síðari fyrirlestrinum og má sjá streymið hér að neðan.

Fyrirlestrarnir eru haldnir í samstarfi við Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna, Mennta- og starfsþróunarsvið lögreglunnar, heilbrigðisvísindasvið HA, Verkefnastjórnunarfélagið og Rannsóknastofu í afbrotafræði við HÍ.

Burgess sagði frá störfum sínum í viðtali við Fréttablaðið síðastliðna helgi. Óhætt er að segja að hún sé frumkvöðull í heimi rannsókna á þessu sviði enda var hún lengi vel eina konan sem vann kenndi við skóla FBI.

 


Tengdar fréttir

Hugarheimur raðmorðingja

Dr. Ann Burgess er á leiðinni til landsins. Þekkt fyrir rannsóknir sínar á raðmorðingjum og þolendum. Rannsóknir hennar og tveggja alríkisfulltrúa á hugarheimi raðmorðingja urðu kveikjan að vinsælli Netflix-þáttaröð, Mindhunter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×