Erlent

Gleymdu að láta sendiherrann vita að hætt hefði verið við viðskiptaþvinganir

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Haley var skipuð sendiherra af Trump þegar hann tók við embætti forseta
Haley var skipuð sendiherra af Trump þegar hann tók við embætti forseta
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, neitar því staðfastlega að hún hafi ruglast í ríminu þegar hún sagði fréttamönnum að til stæði að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Rússa á næstunni. Haley lét þau orð falla í viðtali á sunnudaginn en Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump forseta, sagði í gær að hún hljóti að hafa verið eitthvað ringluð. Ekkert slíkt stæði til. Kudlow hefur nú dregið orð sín til baka og beðist afsökunar. Hann segir að hreinlega hafi misfarist að láta sendiherrann vita af stefnubreytingu og hún hafi verið að vinna með nýjustu upplýsingar sem hún hafði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×