Fótbolti

Plast frá fótboltavöllum ógnar náttúrunni í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Norðmenn hafa miklar áhyggjur af því að á hverju ári fer ógnarmikið magn af plasti af gervigrasvöllum út í náttúruna.

Það eru um 1500 gervigrasvellir í Noregi og fullt af liðum í norsku úrvalsdeildinni spila á gervigrasi.

Plastið sem losnar frá völlunum er orðin náttúruógn í Noregi. Það er talið að um 1500 tonn af plasti losni á hverju ári frá gervigrasvöllunum í Noregi og það fer ekkert á milli mála að það er fer fljótt að telja út í náttúrunni.

Vandamálið eru pínulitlu plastbútarnir sem eru settir á völlinn til að búa til mýkra undirlag fyrir leikmennina. Stór hluti þeirra tapast þegar völlurinn er notaður.





Norska knattspyrnusambandið gerir sér grein fyrir þessu og hefur sett á laggirnar herferð til að berjast á móti þessari þróun.

„Ég er sannfærður um að í árslok 2020 hafi okkur tekist að minnka þetta um 90 prósent,“ sagði Ole Myhrvold, framkvæmdastjóri norska fótboltasambandsins, við NTB.

Þau fimm félög sem ná mestum árangri í þessari baráttu fá 30 þúsund norskar krónur í verðlaun en það eru rúmlega 360 þúsund krónur íslenskar.

Langtímamarkmiðið er síðan að finna eitthvað annað en litlu plastbútanna til að mýkja upp völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×