Innlent

Skoða fjölbreyttari úrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að vinna við gerð aðgerðaráætlunar gegn ofbeldi í samfélaginu hafi varpað ljósi á mögulegri þörf fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir gerendur.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að vinna við gerð aðgerðaráætlunar gegn ofbeldi í samfélaginu hafi varpað ljósi á mögulegri þörf fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir gerendur. Vísir/GETTY
Starfshópur hefur verið skipaður til að kortleggja og skilgreina þjónustuþörf fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot. Sömuleiðis mun hópurinn gera tillögur um viðeigandi úrræði og hvernig efla megi forvarnir og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi. Starfshópur þessi mun skila niðurstöðum sínum til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, þann 1. nóvember.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að vinna við gerð aðgerðaráætlunar gegn ofbeldi í samfélaginu hafi varpað ljósi á mögulegri þörf fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir gerendur. Ráðherra skipaði starfshópinn vegna þessa og vegna „umræðunnar sem átt hefur sér stað í samfélaginu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni“.



Formaður starfshópsins er Anna Kristín Newton. Aðrir nefndarmenn eru:

Andrés Proppé Ragnarsson, tilnefndur af Heimilisfriði

Kristín Einarsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu

Ingigerður Jenný Ingudóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis

Sigurður Páll Pálsson, tilnefndur af Landspítala

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, tilnefnd af Bjarkarhlíð

Gísli Rúnar Pálmason, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Birna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Böðvar Einarsson, tilnefndur af Fangelsismálastofnun

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×