Körfubolti

KR-ingar ætla að fjölmenna í Skagafjörðinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður stuð á Króknum á föstudag.
Það verður stuð á Króknum á föstudag. vísir/hanna
Fyrsti leikur Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram á Króknum á föstudag.

Það var frábær stemning á síðasta heimaleik KR-inga sem ætla sér að fjölmenna í Skagafjörðinn. Því bjóða þeir fríar rútuferðir á Krókinn en það þarf að skrá sig fyrir hádegi á morgun. Meira um málið hér.

KR skellti Haukum, 3-1, í undanúrslitunum og Stólarnir gerði slíkt hið sama við ÍR-inga. Bæði lið mæta því sjóðheit inn í úrslitarimmuna.

KR-ingar eru vanir því að vera með heimavallarrétt í úrslitakeppninni en ekki að þessu sinni. Stólarnir byrja nú á heimavelli og KR þarf því að stela einum leik þar ef liðið á að eiga möguleika á því að vinna fimmta árið í röð.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Dominos körfuboltakvöld mun hita upp fyrir leik og gera svo leikinn ítarlega upp er honum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×