Viðskipti innlent

Nýtt bankaráð Seðlabankans kosið

Kjartan Kjartansson skrifar
Jafnmargir voru tilnefndir sem aðalmenn og varamenn og átti að kjósa. Því ákvað þingforseti að listarnir væru kosnir án atkvæðagreiðslu.
Jafnmargir voru tilnefndir sem aðalmenn og varamenn og átti að kjósa. Því ákvað þingforseti að listarnir væru kosnir án atkvæðagreiðslu. Fréttablaðið/Anton Brink
Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í dag, sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn. Fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn voru kjörnir í ráðið.

Aðalmenn voru kjörin þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður.

Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.

Tveir listar með sjö nöfnum voru lagðir fram um aðal- og varamenn. Þeir voru kosnir án atkvæðagreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×