Handbolti

Vignir markahæstur í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vignir Svavarsson í leik með íslenska landsliðinu
Vignir Svavarsson í leik með íslenska landsliðinu vísir/valli
Vignir Svavarsson átti stórleik í liði Holstebro sem bar sigurorð af Århus í Íslendingaslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Vignir skoraði sex mörk úr sex skotum fyrir Holstebro og var markahæstur ásamt Viktor Östlund. Östlund tók hins vegar níu skot fyrir mörkin sín sex.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Århus líkt og Ómar Ingi Magnússon. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Gestirnir frá Holstebro voru ekki lengi að komast yfir í leiknum og voru með 8-14 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Þeir fóru að lokum með 21-29 sigur.

Liðiðn eru í riðli 1 í úrslitakeppni danska handboltans. Þar er Århus án stiga eftir þrjá leiki en Holstebro er með sigrinum komið með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×