Innlent

Lýst eftir sautján ára pilti

Kjartan Kjartansson skrifar
Benedikt Már er 175 sm á hæð, grannur en sterkbyggður.
Benedikt Már er 175 sm á hæð, grannur en sterkbyggður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Uppfært 20.04 kl. 12:09: Benedikt Már er fundinn. Lögregla þakkar almenningi fyrir ábendingar og upplýsingar.



Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Benedikt Má, sautján ára pilti sem leitað hefur verið síðan í gær. Benedikt Már er sagður um 175 sm á hæð, grannur en sterkbyggður með ljósskollitað stutt hár.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að talið sé að Benedikt Már sé klæddur svörtum buxum, grárri peysu og í svörtum skóm.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Benedikts Más síðan í gær, eða vita hvar hann er, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Athygli er vakin á því í tilkynningu lögreglu að það sé refsivert að aðstoða eða stuðla að því að barn komi sér undan forræði foreldra sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×