Viðskipti innlent

Íslandsbanki gefur út skuldabréf til fjögurra ára að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna

Birgir Olgeirsson skrifar
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna, um 11,9 milljarðar íslenskra króna, til fjögurra ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir þrjú ár. Skuldabréfið ber fljótandi vexti, 80 punkta ofan á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fagfjárfesta frá Norðurlöndunum og er stefnt að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 26 apríl 2018.

Þetta er þriðja opinbera útgáfan sem Íslandsbanki gefur út í sænskum krónum síðan lok árs 2013 og undirstrikar viðleitni bankans um að hafa útistandandi skuldabréf á þessum markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×