Handbolti

Sveinbjörn í þriggja leikja bann fyrir ógnandi hegðun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinbjörn Pétursson.
Sveinbjörn Pétursson. Vísir/Andri Marinó
Sveinbjörn Pétursson hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir ógandi hegðun í lok leiks Stjörnunnar og Selfoss í Olís deild karla.

Selfoss sigraði Stjörnuna með tveimur mörkum á mánudagskvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla.

Þegar leiknum lauk bar til tíðinda og „hljóp Sveinbjörn í átt að dómurum leiksins og hrópaði að þeim, var með ógnandi hegðun og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. Áður en til þess kom var Sveinbjörn stöðvaður af samherja sínum. Stuttu síðar gerði Sveinbjörn sig líklegan til að veitast að eftirlitmanni leiksins, en var þá stöðvaður af starfmanni Stjörnunnar,“ líkt og segir í úrskurði Aganefndar HSÍ.

Fyrir þetta hlaut Sveinbjörn útilokun með skýrslu og var málið þess vegna tekið fyrir hjá Aganefndinni. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Sveinbjörn var úrskurðaður í þriggja leikja bann.

Stjarnan hefur lokið leik á tímabilinu og mun Sveinbjörn því þurfa að taka bannið út í upphafi næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×