Fótbolti

Carrick vildi ekki spila fyrir England: Barðist við þunglyndi í kringum landsliðsverkefni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bera þurfti Carrick af velli í síðasta landsleik hans, í nóvember 2015.
Bera þurfti Carrick af velli í síðasta landsleik hans, í nóvember 2015. vísir/getty
Miðjumaður Manchester United, Michael Carrick, á að baki 34 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann bað enska knattspyrnusambandið um að hætta að velja hann í landsliðsverkefni.

Í viðtali við BBC greindi Carrick frá því að honum hafi liðið mjög illa í landsliðsverkefnum með enska liðinu og hann hafi verið á mörkum þunglyndis.

„Ég hafði verið í landsliðinu lengi og ég átti mjög erfitt með að fara í landsliðsverkefni. Mér fannst allt í lagi að fara í tvær, þrjár vikur með United á undirbúningstímabilinu, en að fara með enska landsliðinu var frekar niðurdrepandi,“ sagði Carrick í viðtalinu.

„Eftir Suður-Afríku [Carrick var í enska hópnum á HM 2010 í Suður-Afríku] hugsaði ég með mér að ég gæti ekki gert þetta aftur. Ég skildi vel þá stöðu sem ég var í, heiðurinn að fá að spila fyrir England, en það var bara of erfitt fyrir mig og ég réði ekki við það lengur.“

„Ég var þunglyndur á tímum og ég bað knattspyrnusambandið að vinsamlegast velja mig ekki í liðið,“ sagði Michael Carrick.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×