Erlent

Smáríkið Svasíland heitir nú Konungsríkið eSwatini

Þórdís Valsdóttir skrifar
Mswati konungur breytti heiti Svasílands í Konungsríkið eSwatini.
Mswati konungur breytti heiti Svasílands í Konungsríkið eSwatini. Vísr/Getty
Konungur ríkisins Svasíland hefur gefið smáríkinu nýtt heiti. Mswati konungur hinn þriðji er einvaldur yfir konungsríkinu og hefur breytt nafni ríkisins í Konungsríkið eSwatini.

Mswati greindi frá breytingunni á miðvikudaginn við hátíðarhöld sem haldin voru vegna fimmtíu ára sjálfstæðisafmælis ríkisins og vegna fimmtíu ára afmælis Mswati sjálfs.

Nýja nafnið hefur þýðinguna „land Svasímanna“ og samkvæmt frétt BBC um málið kom nafnabreytingin öllum óvörum en þó hefur konungurinn vísað til Svasílands sem eSwatini um árabil.

Íbúar eSwatini eru tæplega 1,4 milljónir talsins og hafa leiðtogar landsins verið gagnrýndir fyrir það að banna stjórnmálaflokka í landinu og að mismuna konum.

Mswati konungur hefur gegnt konungsembætti frá árinu 1986 en faðir hans, Sobhuza annar, gegndi embættinu í 82 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×