Enski boltinn

Segir Alli ekki þurfa að sanna neitt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill meina að væntingarnar til Dele Alli séu um of en miðjumaðurinn ungi var munurinn á Tottenham og Chelsea þegar liðin mættust í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.

,,Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, það efast enginn um það. Hann þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum, fólk býst bara við of miklu af honum. Ég er mjög ánægður með hann og ánægður fyrir hans hönd."

Tottenham lenti undir en náði að koma til baka og vinna sögulegan sigur þar sem liðinu hefur gengið afar illa í útileikjum á móti Chelsea í gegnum tíðina.

,,Það er mjög mikilvægt að vinna hérna eftir 28 ár án sigurs. Þetta er stór stund fyrir félagið og við megum vera stolt. Við stjórnuðum leiknum, vorum mun betri í síðari hálfleik og áttum sigurinn skilið," segir Pochettino.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×