Íslenski boltinn

Oliver á leið til Breiðabliks

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Sigurjónsson var fyrirliði U21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni.
Oliver Sigurjónsson var fyrirliði U21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni. vísir
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Bodo/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er á leið á láni til uppeldisfélagsins Breiðabliks í Pepsi-deildinni, samkvæmt heimildum Vísis í Noregi.

Oliver, sem var lykilmaður í Blikaliðinu 2015 og 2016, gekk í raðir norska félagsins um mitt síðasta sumar en spilaði aðeins 26 mínútur á síðustu leiktíð ytra, meðal annars vegna meiðsla.

Hann hefur verið í stífri endurhæfingu í allan vetur og var ónotaður varamaður í fyrsta leik liðsins í norsku deildinni en hefur ekki verið í leikmannahópnum í síðustu tveimur umferðum.

Samkvæmt heimildum Vísis vill Bodö að Oliver fái mínútur og spiltíma til að koma sér aftur af stað en hann hefur lítið spilað síðasta árið vegna meiðsla. Hann náði aðeins fjórum leikjum í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð vegna meiðsla.

Koma Olivers styrkir Blikaliðið sem hefur ekki farið neinum hamförum á leikmannamarkaðnum en eini miðjumaðurinn sem kom í vetur er Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá ÍA.

Ungir og efnilegir strákar hafa fengið mikið að spila hjá Ágústi Gylfasyni á undirbúningstímabilinu en Breiðabliksliðið hefur litið ágætlega út í vetur eftir komu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×