Handbolti

Logi Geirs býður Hauki hálfa milljón fyrir umboðssamning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi Geirsson með Ólympíusilfrið.
Logi Geirsson með Ólympíusilfrið. Vísir/Vilhelm
Selfyssingurinn Haukur Þrastarsson spilaði sinn fyrsta landsleik með A-landsliði Íslands í handbolta í dag þegar Ísland tapaði fyrir Noregi í Gulldeildinni.

Haukur byrjaði landsliðsferilinn svo sannarlega með krafti, skoraði þrjú mörk og átti laglega stoðsendingu á Arnar Frey Arnarsson.

Þessi frábæra innkoma Hauks fór ekki framhjá handboltaáhugamönnum á Íslandi og hafa menn skiptst á að lofa hann á samfélagsmiðlum. Þar á meðal er silfurdrengurinn Logi Geirsson.





Logi ber þarna Hauk saman við Nikola Karabatic, mann sem hefur verið af mörgum talinn einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn.

Hann gekk svo enn lengra og bauð Hauki hálfa milljón íslenskra króna ef hann semur undir umboðsmannasamning við Loga fyrir miðnætti í kvöld.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×