Lífið

Instagram fjarlægði erótíska mynd af Ellý og nýja kærastanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ellý hefur slegið í gegn með listaverkum sínum. Hér er hún á góðri stundu ásamt Hlyni.
Ellý hefur slegið í gegn með listaverkum sínum. Hér er hún á góðri stundu ásamt Hlyni.
Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir er komin á fast og heitir sá heppni heitir Hlynur Jakobsson og er hann eigandi af veitingarstaðnum Hornið sem hefur staðið við Hafnarstræti 15 frá árinu 1979.

Fjölmiðlakonan er um þessar mundir að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý mun vera safna fyrir bankaskuld eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.

„Það gengur vel að selja myndir af kvenlíkömum sem ég teikna með kolum á striga,“ segir Ellý sem segist vera hamingjusöm í nýja sambandinu.

„Það eina sem tefur fyrir mér er að ég næ ekki að teikna hraðar og meira en ég vildi en ég held bara áfram eins hratt og ég get og þakka fyrir hverja einustu sölu eða fyrirspurn um myndirnar mínar. Það er ekki sjálfgefið að fólk sýni þessu áhuga.“

Myndin sem Ellý deildi á Instagram.
Ellý segir að konur hafi verið sérstaklega duglegar að kaupa myndirnar eftir hana.

„Og undanfarið hafa nokkrar hugrakkar konur beðið mig um að teikna nakta líkama þeirra fyrir sig, eiginmenn eða elskhuga sína. Þá hitti ég þær helst í svefnherberginu þeirra með tóman striga og kolin mín og þær sitja fyrir naktar í stellingum sem þeim líður vel í á meðan ég rissa þær á striga og teikna og skyggi líkama þeirra með mínum augum.“

Hún segir að um sér að ræða konur á besta aldri sem séu stoltar af líkama sínum.

„Kvenlíkaminn er jú það fegursta sem guð skapaði,“ segir Ellý sem birti erótíska mynd af sér og Hlyni á dögunum. Instagram fjarlægði aftur á móti myndina.  

„Við vorum nakin saman að leika okkur. Þetta er falleg mynd tekin í hita leiksins og ekkert athugavert við hana. En það tíðkast að myndum sé eytt út ef geirvörtur kvenmanna sjást. Þarna var ekki farið yfir nein ósiðleg mörk.“

Ef fólk hefur áhuga á listaverkum Ellýjar er hægt að hafa samaband við hana í gegnum Facebook og Instagram


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×