Lífið

Ellý Ármanns reynir að forðast gjaldþrot: „Þetta var ekki mér að kenna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ellý Ármanns ætlar sér að standa við sínar skuldir.
Ellý Ármanns ætlar sér að standa við sínar skuldir.

„Ég skildi á sínum tíma og húsið var skráð á mig. Ég reyndi svo að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármanns sem er farin að mála málverk á fullu og er hún með þau til sölu.

„Það er tvennt í stöðunni og það er að borga bankanum fimm milljónir en þeir fara fram á eingreiðslu eða þá kveikja í kennitölunni minni. Ég ætla að láta reyna á hið fyrrnefnda með því að selja myndirnar mínar fyrir skuldinni. Þær eru flennistórar og óhefðbundnar málaðar með spaða.“

Ellý var áður í sambúð með Frey Einarssyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 sem starfar í dag sem almannatengill. Í dag er Ellý í sambandi með athafnamanninum Steingrími Erlingssyni, fyrrverandi forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore.

Skuld Ellýjar er komin upp í tugi milljóna króna og bauð bankinn henni að greiða fimm milljóna eingreiðslu. 

„Ég vil alls ekki vera biturt fórnarlamb í uppgjöf, heldur sterk kona sem gefst ekki upp. Þetta var ekki mér að kenna.“

Ellý greindi fyrst frá málinu á Facebook og segir þar:

Hæ allir... ég þarf að finna 5 milljònir fyrir jòl... gæti màlað fleiri í þessum dúr ef einhverjum líkar og borgar mér fyrir verkin.. þá kveikir Arionbanki ekki í kennitölunni minni. Ég nota hér akryl liti - mála óhefðbundið með spaða. á ég að gera meira af þessu eða halda áfram að þrífa klósett og skipta á rúmum? Þessa kalla ég: Trú (Ellý trúðu á þig og láttu engan segja þér að þú getir ekki málað).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira