Körfubolti

LeBron tók fram úr Jordan | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi leikmaður er ótrúlegur.
Þessi leikmaður er ótrúlegur. vísir/getty
LeBron James gerði 24 stig og tók ellefu fráköst er hann sló met Michael Jordan í sigri Cleveland, 107-102, á New Orleans á heimavelli í nótt.

James hefur nú skorað tíu stig eða fleiri í 867 leikjum í röð en eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni þá jafnaði hann einmitt metið gegn liði Jordan.

James hefur oftar skorað fleiri en 50 stig, eða ellefu sinnum, í leik en tíu stig eða minna, átta sinnum. Ótrúlegur.

Cleveland er áfram með rúmlega 60% sigurhlutfall en liðið er öruggt inn í úrslitakeppnina. Þetta var þriðji tapleikur New Orleans í röð.

Houston heldur áfram sigurgöngu sinni en í nótt vann eins stigs sigur, 104-103, á Pheonix í hörkuleik. James Harden skoraði 28 stig og tók tíu fráköst en þetta var ellefti sigurleikur Houston í röð.

Öll úrsilt næturinnar:

Chicago - Orlando 90-82

Philadelphia - Atlanta 101-91

New Orleans - Cleveland 102-107

Phoenix - Houston 103-104

Denver - Oklahoma 126-125

Minnesota - Dallas 93-92

Memphis - Utah 97-107

Milwaukee - LA Lakers 124-122

LA Clippers - Portland 96-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×