Körfubolti

Hlynur og Pavel búnir að stinga af eftir tvo leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Elías Bæringsson.
Hlynur Elías Bæringsson. Vísir/Eyþór
Öll liðin átta eru búnin að spila tvo leiki í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og þar hafa tveir menn verið öðrum miklu framar í fráköstum og stoðsendingum.

Stjörnumaðurinn Hlynur Bæringsson hefur tekið miklu fleiri fráköst en allir aðrir og KR-ingurinn Pavel Ermolinskij er búinn að gefa miklu fleiri stoðsendingar.

Hlynur hefur alls tekið 40 fráköst í tveimur leikjum Stjörnunnar eða 20 að meðaltali í leik. Hann er með sextán fráköstum meira en næsti maður sem er KR-ingurinn Kristófer Acox.

Hlynur Elías er með sex frákasta forskot í sóknarfráköstunum og þriggja frákasta forskot í varnarfráköstum.

Kristófer Acox er búinn að taka 12 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar og ÍR-ingurinn Ryan Taylor er síðan í þriðja sætinu með 11,5 fráköst í leik.

Flest fráköst í fyrstu tveimur umferðum átta liða úrslitanna:

1. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    40

2. Kristófer Acox, KR    24

3. Ryan Taylor, ÍR    23

4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    20

5. Christian Dion Jones, Keflavík    18

6. Paul Anthony Jones III, Haukar    17

7. Pavel Ermolinskij, KR    17

8. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll    16

9. Antonio Hester, Tindastóll    16

10. Kristján Leifur Sverrisson, Haukar    15

KR-ingurinn Pavel Ermolinskij er búinn að gefa 23 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Njarðvík eða níu fleiri en næsti maður sem er Pétur Rúnar Birgisson hjá Tindastól.

Pavel gaf fimmtán stoðsendingar í síðasta leik í Njarðvík en hann er með 11,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur leikjum.

Flestar stoðsendingar í fyrstu tveimur umferðum átta liða úrslitanna:

1. Pavel Ermolinskij, KR    23

2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll    14

3. Dagur Kár Jónsson, Grindavík    13

4. Kári Jónsson, Haukar    11

5. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík    9

5. Emil Barja, Haukar    9

5. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    9

8. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    8

Tindastólsmaðurinn Antonio Hester er stigahæstur með 61 stig eða 30,5 að meðaltali. Hann hefur skorað tíu stigum meira en Haukamaðurinn Kári Jónsson og 11 stigum meira en liðsfélagi sinn Sigtryggur Arnar Björnsson.

Flest stig í fyrstu tveimur umferðum átta liða úrslitanna:

1. Antonio Hester, Tindastóll    61    

2. Kári Jónsson, Haukar     51

3. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll    50

4. Dagur Kár Jónsson, Grindavík    48

5. Kristófer Acox, KR    40

6. Ryan Taylor, ÍR    38

7. J'Nathan Bullock, Grindavík    36

8. Paul Anthony Jones III, Haukar    35

8. Jón Arnór Stefánsson , KR    35

10. Matthías Orri Sigurðarson , ÍR    32

10. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan    32

KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson hefur stolið flestum boltum (7), Finnur Atli Magnússon hjá Haukum og Danero Thomas hjá ÍR eru með flest varin skot (5 hvor) og þá er Haukamaðurinn Kári Jónsson með flesta þrista eða tólf í tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×