Handbolti

Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar

Fram hefði átt að fá vítakast eftir að Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV i leik liðanna í gær. Markið tryggði Eyjamönnum deildarmeistaratitilinn á meðan Selfoss sat eftir með sárt ennið.

Eftir að Agnar Smári hafði skorað greip um sig ringulreið meðal leikmanna ÍBV. Það endaði með því að þeir voru átta inni á vellinum sem er ekki leyfilegt.

Þar sem svo margir leikmenn voru inni á vellinum og að þetta gerist á síðustu sekúndum leiksins, hefði Magnús Stefánsson átt að fá rautt spjald og Framarar víti.

Hefði Fram skorað af vítapunktinum hefði Selfoss orðið deildarmeistari. Betri útskýringu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.