Lífið

Aníta Daðadóttir vann söngkeppni Samfés

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Samfés
Aníta Daðadóttir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Fönix í Kópavogi vann Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag með flutningi sínum á laginu Gangsta.

Í öðru sæti var Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með lagið Listen. Þá var Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði með lagið Thinking out loud.

Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin bjartasta vonin. Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið besta frumsamda lag keppninnar.

Í dómnefnd sátu Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.

Söngkeppni Samfés er hluti af SamFestingnum sem er stærsta unglingaskemmtun á Íslandi. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalshöll í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×