Innlent

Nasa-salurinn rifinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá niðurrifinu eftir hádegi í dag.
Frá niðurrifinu eftir hádegi í dag. Vísir/Egill
Framkvæmdir á Landssímareitnum svokallaða við Austurvöll hófust í dag með niðurrifi Nasa-salarins sem deilur hafa staðið yfir um í mörg ár. Til stendur að byggja Nasa í upprunalegri mynd í samstarfi við Minjastofnun. Þar verður aftur tónlistar- og samskomusalur, sem næst upprunalegri útliti en þau í samræmi við nútímakröfur hvað viðkemur hljóðvist.

Niðurrif Nasa-salarins markar upphafið á miklu framkvæmdum á fyrrnefndum reit sem vonir standa til að ljúki á næsta ári. Þar mun rísa Icelandair hótel undir merkjum Curio by Hilton. Auk þess verða veitingastaðir, íbúðir og safn á reitnum.

Fréttafólk Stöðvar 2 var á vettvangi þegar niðurrifið hófst í dag. Þá fylgdust veitingamenn á Mandí með niðurrifinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Nánar verður fjallað um aðgerðirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Mandímenn fylgdust spenntir með gangi mála í dag.Vísir/egill
Frá Nasa að innan í dag þegar tekið var til hendinni.Vísir/Egill
Að innan hjá Nasa í dag.Vísir/Egill
Það rölta ekki margir á milli Austurvallar og Ingólfstorgs á næstunni, í það minnsta ekki stystu leið.Vísir/Egill

Tengdar fréttir

Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll

Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×