Íslenski boltinn

Selma Sól kláraði Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selma Sól í leik með Blikum síðasta sumar gegn Haukum.
Selma Sól í leik með Blikum síðasta sumar gegn Haukum. vísir/ernir
Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni, 3-2, í leik liðanna í Fífunni í kvöld. Með sigrinum skaut Breiðablik sér á topp riðilsins með ellefu sig.

Stjarnan komst yfir á fimmtándu mínútu en Samantha Jane Lofton jafnaði metin stundarfjórðung síðar. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en Stjarnan komst aftur yfir strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.

Þá var röðin hins vegar komin að Selmu Sól Magnúsdóttir. Hún jafnaði metin á 59. mínútu og tryggði svo Breiðablik sigurinn með marki þrettán mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-2 sigur Blika.

Breiðablik endar riðilinn með ellefu stig og er á toppi riðilsins sem stendur. Valur er þó í öðru sætinu með tíu stig og á leik til góða gegn ÍBV. Stjarnan endar í fjórða sætinu með sex stig.

Fjögur efstu liðin fara í undanúrslit og hefjast þau 15. apríl. Úrslitaleikurinn fer svo fram 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×